Rútubílstjórar

Hvað ef við rútubílstjórar sem er láglaunastétt tækjum upp á þessu núna sem væri þó ástæða til með kanski ca 1/5 af launum flugumferðarstjóra og erum með allt upp í 72 farþega í höndunum á íslenskum vegum daginn út og inn,,ég held að hryðjuverk af þessu tagi borgi sig ekki þessa daganna, þetta má bíða betri tíma og búum þann tíma til með því að syrkja ferðamannaiðnaðinn, svo skulum við tala saman
mbl.is Flugumferðarstjórar aflýsa verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

Ef rútubílstjórar boða verkfall á löglegan hátt og ekki nást samningar tímanlega þá fara þeir auðvitað í verkfall

Hryðjuverk segir þú, svona frasa elska atvinnurekendur og hafa alltaf gert.

En ef rútubílstjórar hefðu borið gæfu til að standa betur saman í gegnum tíðina, og verkföll þar með talin, þá væru kjör þeirra kannski betri en þau eru.

Það er ALDREI svigrúm til kjarabóta ef atvinnurekendur ráða einir ferðinni, hvað þá ef þeir eiga marga "bandamenn" eins og þig upp í erminni. Eða væri kannski réttara að segja; í vasanum ?

drilli, 11.3.2010 kl. 20:14

2 Smámynd: Birgir Sigurfinnsson

Þetta er ekki spurning um bandamenn þetta er spurning um rétta tímasetningu og hún er ekki núna eimmitt þegar við þurfum á ferðafólki að halda og erum að reyna að rétta úr kútnum, eimitt til þess að geta svo þá farið í VASAN hjá atvinnurekandanum eftir fleiri krónum, ,,en þetta er bara lögmál með suma, mikið vill meira,,

Birgir Sigurfinnsson, 11.3.2010 kl. 20:31

3 Smámynd: drilli

Allir vilja meira, líka þú heyrist mér.

En kannski er best að setja í lög að fólk megi BOÐA verkfall, en ekki fara í verkfall.

Minnsta kosti ef miðað við hvernig stjórnmálastéttin bregst við núna.

drilli, 11.3.2010 kl. 21:11

4 Smámynd: Sigurjón

Einmitt.  Rútubílstjórar, sem þurfa að sitja hvað lengi á námskeiði til að verða slíkir?  8 vikur?  Flugumferðarstjórar eru með 5 ára nám og starfsþjálfun á bak við sig og þurfa að fara á 1-2 ára fresti í endurmat og þjálfun.  Hvernig dettur þér í hug að bera saman þessar tvær starfsstéttir?

Sigurjón, 11.3.2010 kl. 23:26

5 identicon

Ég þekki ekki hvaða nám flugumferðarstjórar hafa að baki, né hvernig endurmenntunar kröfur eru. Og tek því orð Sigurjóns trúanleg.

En afþví að þið eruð að bera þetta saman við rútubílstjórana og þess háttar. Eins og Sigurjón bendir á þá þarf töluvert styttra og auðveldara nám til þess að verða rútubílstjóri. Og kröfurnar talsvert minni.

En snúum okkur aðeins að ábyrgð.

Til þess að geta orðið rútubílstjóri þá þarf að taka nokkur skrifleg próf, og amk eitt verklegt.
Sum skriflegu prófin snúast um hluti sem við koma stærri bifreiðum.
En eitt prófið er næstumþví nákvæmlega eins og 17 ára ungmenni taka þegar þau taka bílpróf í fyrsta sinn. En það próf snýst um merkingar á vegum og skiltum, og svona þessir helstu hlutir sem þú þarft að vita í umferðinni. Þessu prófi er skipt í A og B hluta. Og A hlutinn er nákvæmlega eins hjá þeim sem taka rútupróf og hjá þeim sem eru að taka almennt bílpróf.
En það er þó einn munur á. 17 ára einstaklingur má að hámarki fá 2(tvær) villur í A hluta, (og svo upp að 7 í heild með B hluta). Ef að 17 ára einstaklingur fær meira en tvær villur, þá er hann fallinn.
Verðandi rútubílstjóri má fá.... 4(fjórar) villur í A hluta.
Ábyrgð: Það eru MINNI kröfur gerðar til rútubílstjóra um skilning á vegmerkingum og umferð heldur en á 17 ára stelpu. 17 ára stelpan þarf að kunna MEIRA.

Tökum annað, nú er gert ráð fyrir að rútubílstjórar þurfi að endurnýja prófið sitt á 10 ára fresti. Eina sem þeir þurfa að gera, endurnýja. Þurfa ekki að sýna fram á hæfni eða nokkurn skapaðan hlut. Þurfa ekki einusinni að sýna fram á að þeir hafi snert rútu frá því að þeir tóku prófið.
Nú hefur verið í umræðunni að a) stytta þetta (t.d. í 5 ár) og b) gera kröfu um að bílstjórar fari á námskeið til að geta endurnýjað réttindin. Og hvað finnst meiraprófs-bílstjórum umþetta? Jú, út í hött. Finnst þetta fáránlegt, aðallega að því að kannski munu námskeiðin vera dýr, og það sé bara rugl að þeir hafi eitthvað námskeið að gera.
Ábyrgð: rútubílstjóri sem ber "ábyrgð" á lífi 72 farþega finnst óþarft og út í hött að hann þurfi að sýna fram á að hann sé hæfur til þess að annast þessa 72 farþega, jafnvel þó hann þurfi bara að eyða nokkrum kvöldstundumá 5-10 ára fresti.

Í umferðarlögum eru bílar með aftanívagna, og bifreiðar meira en 3500kg með minni hámarkshraða en önnur ökutæki. Hámarkshraði fyrir þessi ökutæki er 80km á þjóðvegum Íslands. Ekki voru rútukallar sáttir við þetta, og þegar þessi lög voru sett þá voru rútubílstjórar afskaplega háværir. Og hvað gerðist? Jú,það var komið til móts við þá og þeir fengu undanþágu. Niðurstaðan: Fjögurra tonna fjallajeppi eða lítill vörubíll má að hámarki keyra á 80km hraða (því að hærri hraði fyrir svona þungt ökutæki er of hættulegur) á meðan tólf tonna rúta með 72 farþega má keyra á 90 km hraða.
Ábyrgð: Rútubílstjórum finnst (og fengu í gegn) að takmarkaður hámarkshraði ætti ekki við um þá, vegna þess að þeir voru að flýta sér svo mikið.

Það er til fullt af fínum meiraprófsbílstjórum. Og rútubílstjórar bera að vissu töluverða ábyrgð. En átta sig á, og haga þeir sér samkvæmt ábyrgðinni sem þeir bera? Nei. Hafa þeir töluvert frjálsari hendur varðandi þessa "ábyrgð" en flugumferðarstjórar hafa? Já.

Ég veit að ég er voðalega neikvæður, en rútubílstjórar virðast vera voðalega duglegir við að benda á þessa ábyrgð sína, en eru á móti öllu tali um endurmenntun og að það séu gerðar einhverjar kröfur til þeirra í samræmi við þessa ábyrgð. Það er amk mín reynsla af þessari stétt.

Jónatan (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 01:48

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

AAAAAAlmáttugur -

Hroki í flugumferðastjórum með 900.000 á mánuði ??  nei nei

Tala niður til rútubílstjóranna nei nei - ha eða hvað ?

Ábyrgð?  jú vissulega á báðum stöðum - ef flugumferðastjóri gerir mistök og það verður slys - þá bitnar það á farþegum vélarinnar ern flugumferðastjórinn situr öruggur á sínum stól - slys í rútu - bílstjórinn fremstur og lendir fyrstur í tjóninu -

Ég held að flugumferðastjórar ættu að slaka á í kröfum sínum á sína viðsemjendur - það er EKKI 2007 núna heldur 2010 og þjóðin er að reynda að vinna sig út úr erfiðri stöðu í andstöðu við ríkisstjórnina - þakkir til Kristjáns Þórs Júlíussonar sem Loftur hvartar yfir að eigi frumkvæðið að því að stöðva þetta rugl. Loftur lýsti því líka yfir að þeir hefðu oft áður átt í erfiðum samningum - það skyldi þó ekki stafa af óraunhæfum kröfum????

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.3.2010 kl. 06:01

7 Smámynd: Sigurjón

Það er orðin þreytandi þessi goðsögn um flugumferðarstjórann með 900.000 kallinn á mánuði.  Það á ekki við rök að styðjast, nema í algjörum undantekningartilvikum.  Það er líka algjörlega fáránlegt að halda því fram að flugumferðarstjórinn sitji öruggur á sínum stól þegar flugvél hrapar eða verður fyrir löskun af hans völdum.  Hann fær aldrei að stjórna flugumferð aftur, verði sannað að slysið megi rekja til mistaka hans.  Auk þess er alls ekki hægt að segja að rútubílstjóri lendi ávallt fyrstur í slysinu.  Það gerist einungis við framanáárekstur.

Krafa flugumferðarstjóra um að hækka í launum á sama hátt og atvinnuflugmenn er algjörlega sanngjörn, hvort sem er 2007 eða 2010.

Sigurjón, 12.3.2010 kl. 11:28

8 identicon

Sammála Ólafi Inga Hrólfssyni. En hver eru eru meðallaun starfandi flugumferðarstjóra í dag með öllum greiðslum. Það má örugglega endurskoða allt nám í sambandi við rútubílstjóra og flugumferðarstjóra. Varðandi rútuslysin þá geta þau gerst hvar sem er og þarf ekki utanaðkomandi farartæki að vera hluti af því. Já mér finnst það með ólíkindum að ekki skuli vera hægt að fá launin uppgefin hjá flugumferðarstjórum er eitthvað gruggugt við það allt saman eða ?????

Birgir Sigurfinnsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 13:09

9 identicon

Mannslífin eru jafndýrmæt hvar sem þau eru, á landi, lofti eða sjó, og ábyrgð manna hlýtur að vera sú sama allsstaðar við að verja þau sama hvaða skólaganga er að baki. Takk fyrir gott spjall hérna en samt vitum við ekki um hvað málið snýst að hluta þ.e. launin umræddu eru enn leyndarmál..

Bless.

Birgir Sigurfinnsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 14:11

10 Smámynd: Sigurjón

Jú mikið rétt.  Það eru oftast yfir 300 farþegar í flugvélum.  Er það þá ekki meiri ábyrgð en í rútum eða skipum?  Ef Birgir Sigurfinnsson vill vita hver laun flugumferðarstjóra eru, þá liggja þær upplýsingar á lausu.  Bara að finna þau.

Spurningin er líka hvaða atriðum Birgir er sammála í lítt skiljanlegum málflutningi ÓIH.

Sigurjón, 13.3.2010 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband